Sími: 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net

Árlegur jólafundur Einhverfusamtakanna verður haldinn miðvikudaginn 5. desember, klukkan 20:00-22:00.  Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

28. nóvember 2018

Sjónarhóll - ráðgjafarmiðstöð er lokuð frá fimmtud. 29. nóv. - 3. des. vegna árshátíðar starfsmanna. 

Hvernig er samráði við notendur þjónustu fyrir fatlað fólk í Reykjavík best háttað? Hvaða breytingar boða ný lög á notendasamráði í Reykjavík? Hvað er mikilvægast að hafa í huga við framkvæmd notendasamráðs?  

Á morgun fimmtudaginn 18. október hefst 30 ára afmælisráðstefna ADHD samtakanna " Allt sem þú ekki vissir um ADHD og konur, systkini..." Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson mun setja ráðstefnuna. 

Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að börn og unglingar eiga rétt á að láta skoðun sína í ljós og segja hvað þeim finnst. Þess vegna ætlar umboðsmaður barna að vera með sérfræðihópa fatlaðra barna og unglinga. Þetta er gert til að umboðsmaður fái upplýsingar um það sem fötluðum börnum og unglingum finnst mikilvægt og til að fá ábendingar þeirra og tillögur um það sem má gera betur.


Við erum að leita eftir þátttakendum í sérfræðihópana, strákum á aldrinum 12 til 15 ára og stúlkum á aldrinum 15 til 18 ára. 

Við vekjum athygli ykkar á fundi um stöðu og réttindi fatlaðra og langveikra barna með tvö heimili sem haldinn verður 17.október næstkomandi kl. 17 í fundarsalnum á 4. hæðinni. Sjá viðburð á facebook: https://www.facebook.com/events/278001373044532/?active_tab=about 

26. september 2018

Fundur um ný lög og mannréttindi fatlaðs fólks.

 Ný lög um þjónustu við fatlað fólk og mjög mikilvægar breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga  taka gildi 1. október n.k. Landssamtökin Þroskahjálp og Þroskaþjálfafélag Íslands boða til morgunverðarfundar þar sem nýju lögin verða kynnt og sérstaklega fjallað um tengsl þeirra við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og önnur alþjóðleg mannréttindi og hvaða þýðingu þau tengsl hafa fyrir túlkun laganna, beitingu þeirra og alla framkvæmd og þjónustu samkvæmt þeim.

25. september 2018

Íþróttaskóli ÍFR hefst laugardaginn 6. okt. 2018  í íþróttahúsi ÍFR Hátúni 14. Kennt verður á laugardögum frá kl.11.00 til 11.50. Lögð er áhersla á þátttöku barna með hreyfihömlun á aldrinum 4 -10 ára. 

30 ára afmælisráðstefna ADHD samtakanna verður haldin dagana 18. og 19. október næstkomandi á Grand hóteli í Reykjavík og opnað hefur verið fyrir skráningu.

Um er að ræða alþjóðlega ráðstefnu sem ber yfirskriftina Allt sem þú ekki vissir um ADHD og konur, systkini...  

Námskeið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík föstudaginn 28. september 2018, kl. 9:00-15:30 .......Lesa meira  

Upptaka af málþingi
Kynningarefni Sjónarhóls
Þjónustukönnun 2012

 

Hvað er á dagskrá
Fyrri mánuður
desember 2018
Næsti mánuður
S
M
Þ
M
F
F
L
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
Um starfsemina
Sjónarhóll
Háaleitisbraut 11-13
108 Reykjavík
Sími 535 1900
Bakhjarlar Sjónarhóls