Sími: 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net
 
9. nóvember 2003 20:09

Yfir 126 milljónir hafa safnast

Yfir 54 milljónir króna söfnuðust í gær í símasöfnun Sjónarhóls til húsnæðiskaupa vegna þjónustumiðstöðvar fjölskyldna barna með sérþarfir,sem fram fór á Rás 2 og í beinni útsendingu Sjónvarpsins í gærkvöldi.   

Við þetta bætist framlag ríkisins og nokkurra fyrirtækja, svokallaðra      
bakhjarla, sem nema alls 24 miljónum króna á ári, næstu þrjú ár í rekstur Sjónarhóls.                   

 

Söfnunarfé sundurliðast þannig miðað við samantekna stöðu

þann 09.11.2003 kl. 16:00:

 

Til húsnæðiskaupa  kr.  54.000.000

Til reksturs í 3 ár     kr.  45.000.000  framlag ríkisstjórnar

Til reksturs í 3 ár     kr.  27.000.000  framlag frá bakhjörlum

                    Alls:     kr.126.000.000

Söfnunin stendur til 30. nóvember og er aðalsími söfnunarinnar 755 3000 

 

Ennfremur verða 904 símanúmer söfnunarinnar virk, fram til 30. nóvember. Hægt er að leggja málefninu lið með að láta færa fjárframlag af símareikningi.

 

Þau símanúmer sem fólk getur valið um, eru:

 

  • Þú hringir í 904 1500  fyrir kr. 1.500,-  fjárframlag.
  • Þú hringir í 904 1000  fyrir kr. 1.000,-  fjárframlag.
  • Þú hringir í 904 0800  fyrir kr.    800,-  fjárframlag.

 

Við þökkum landsmönnum öllum þann ómetanlega stuðning sem Sjónarhóli var sýndur í landssöfnun okkar í gær, laugardaginn 8. nóvember. Einnig þökkum við sérstaklega þeim fyrirtækjum sem sýndu stuðning í verki. Fyrir tilstilli ykkar allra eru sérstök börn á Íslandi nær því marki að njóta hæfileika sinna og láta þannig draumana rætast. Innilegustu þakkir til ykkar allra.

Senda á Facebook
Upptaka af málþingi
Kynningarefni Sjónarhóls
Þjónustukönnun 2012

 

Hvað er á dagskrá
Fyrri mánuður
september 2019
Næsti mánuður
S
M
Þ
M
F
F
L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
Um starfsemina
Sjónarhóll
Háaleitisbraut 11-13
108 Reykjavík
Sími 535 1900
Bakhjarlar Sjónarhóls