Sími: 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net
 
22. ágúst 2012 15:50

Tök á tilverunni

Námskeið fyrir fullorðna við athyglisbresti og kvíða

Námskeiðið hefst 13. september og verður á fimmtudögum frá 15.-17.sept. 

Nýtt námskeið við Kvíðameðferðarstöðina þar sem veitt er fræðsla um athyglisbrest á fullorðinsárum og kenndar leiðir til að draga úr hamlandi áhrifum athyglisbrests með bættu skipulagi, minnistækni, tímastjórnun og bjargráðum við frestunaráráttu.

Markmið er að þátttakendur nái að nýta hæfileika sína, öðlist aukið öryggi  og geti dregið úr kvíða með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Að auki er hugað að bættum tengslum við fjölskyldu  og vini.

Námskeiðið hefst 13. september og verður á fimmtudögum frá 15-17. Um að ræða 7 skipti, sem samsvarar 14 tímum alls, sex skipti vikulega og síðasta skiptið mánuði síðar. Verð námskeiðs er 49 000, sjúkrasjóðir stéttarfélaga kunna að niðurgreiða námskeiðið.

Fólk þarf ekki að hafa hlotið greiningu á athyglisbresti með eða án ofvirkni (ADHD) til að koma á námskeiðið og má sækja námskeiðið hvort sem það er á lyfjum við vandanum eður ei. Til að sækja námskeiðið þarf hins vegar að koma í matsviðtal til leiðbeinenda námskeiðs áður en námskeiðið hefst. Matsviðtalið kostar 10 000 krónur aukalega og er þá skimað fyrir einkennum athyglisbrests, kvíða og skoðað hvernig landið liggur hjá hverjum og einum.

Stjórnendur námskeiðs eru Sigríður D. Benediktsdóttir, Guðrún Ágústa Eyjólfsdóttir og Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingar. Sigríður er sérfræðingur í klínískri sálfræði, hefur áratuga reynslu af greiningu og meðhöndlun ADHD. Guðrún Ágústa og Sóley hafa jafnframt reynslu af greiningu og meðhöndlun vandans.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu Kvíðameðferðarstöðvarinnar www.kms.is og fer skráning fram í síma 534-0110 eða með því að senda tölvupóst á kms@kms.is.

 

Senda á Facebook
Upptaka af málþingi
Kynningarefni Sjónarhóls
Þjónustukönnun 2012

 

Hvað er á dagskrá
Fyrri mánuður
september 2019
Næsti mánuður
S
M
Þ
M
F
F
L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
Um starfsemina
Sjónarhóll
Háaleitisbraut 11-13
108 Reykjavík
Sími 535 1900
Bakhjarlar Sjónarhóls