Sími: 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net
 
19. júní 2015 10:22

Ársfundur Sjónarhóls 2014

10 júní sl. var ársfundur Sjónarhóls haldinn. Á fundinum var flutt skýrsla stjórnar og farið yfir  ársreikning  félagsins.

Aðalefni fundarins var kynning á niðurstöðum úttektar  sem Sjónarhóll og félögin sem að Sjónarhóli standa;  ADHD samtökin, Landssamtökin Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Umhyggja, félag til styrktar langveikum börnum,  stóðu að. Aðferðafræði stefnumótunarvinnu  var notuð við vinnuna og var margvíslegra gagna aflað og  þau rýnd til að fá sem víðtækasta mynd af starfsemi og stöðu Sjónarhóls.  Félögin sem að Sjónarhóli standa fengu þátttakendur með mjög breiðan grunn til að taka þátt í rýnihópum og vinnudögum auk þess sem leitað var í skrifleg gögn um starfsemi Sjónarhóls. Bergljót Borg aðjúnkt við Háskólann á Akureyri  tók að sér að stýra verkefninu og kynnti hún niðurstöður sínar. Þær eru settar fram sem tillögur sem stjórn Sjónarhóls vinnur með á haustmánuðum. Skýrsluna má sjá hér til vinstri á heimasíðunni Sjónarhóll hlutverk og framtíðarsýn. 

Nokkrar breytingar urðu á stjórn Sjónarhóls.

Úr stjórn ganga Elísabet Konráðsdóttir og Bryndís Hagan Torfadóttir sem voru fulltrúar Umhyggju, félags til styrktar langveikum börnum og Anna Kristinsdóttir sem var fulltrúi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.  Þeim eru þökkuð góð  og fórnfús störf fyrir Sjónarhól á undanförnum árum.

Inn í stjórn 2015-2016 kom nýr fulltrúi frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra sem jafnframt verður nýr formaður stjórnar. Hann heitir Ómar Örn Jónsson.

Fyrir hönd Umhyggju, félags til styrktar langveikum börnum kemur Halldóra Inga Ingileifsdóttir.

Landssamtökin Þroskahjálp eiga nú tvo fulltrúa og verður Lára Björnsdóttir áfram og ný inn í stjórn kemur Guðrún Þórðardóttir.

Vilhjálmur Hjálmarsson verður áfram fulltrúi ADHD samtakanna.

Við bjóðum nýja nýja stjórn velkomna til starfa.  

Senda á Facebook
Upptaka af málþingi
Kynningarefni Sjónarhóls
Þjónustukönnun 2012

 

Hvað er á dagskrá
Fyrri mánuður
september 2019
Næsti mánuður
S
M
Þ
M
F
F
L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
Um starfsemina
Sjónarhóll
Háaleitisbraut 11-13
108 Reykjavík
Sími 535 1900
Bakhjarlar Sjónarhóls