Sími: 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net
 
14. nóvember 2007 13:59

Þú gefur styrk - Átak Sparisjóðsins

Sparisjóðurinn hefur hafið átak meðal viðskiptavina sinna og landsmanna allra sem felst í því að styrkja 8 frjáls félagasamtök á sviði geðraskana barna og unglinga. Átakið sem er kallað "Þú gefur styrk" stendur til jóla en markmiðið er safna fé til að styðja vel við framsæknar hugmyndir félaganna. Þau verkefni sem hljóta styrki voru valin með aðstoð fagfólks og eiga það sameiginlegt að vera uppbyggingar-, útbreiðslu-, fræðslu og þróunarverkefni í geðheilbrigðismálum.

 

Átta félagasamtök verða styrkt að þessu sinni : Sjónarhóll, ADHD samtökin, Barnageð, Barnaheill, Hugarafl, Rauði krossinn, Spegillinn og Umsjónarfélag einhverfra.  

Auðvelt er fyrir alla að taka þátt og gefa styrk frá Sparisjóðnum, til dæmis á netinu www.spar.is eða með heimsókn eða símtali í næsta Sparisjóð, hvar sem er á landinu.  

Þetta er annað árið sem að Sparisjóðurinn leggur andvirði hefðbundna jólagjafa til viðskiptavina í formi styrkja til geðheilbrigðismála. Sparisjóðurinn leggur fram 1.000 kr. fyrir hönd hvers viðskiptavinar sem vill láta gott af sér leiða og styrkja félag innan söfunarinnar. Um leið er hver og einn hvattur til að leggja fram viðbótarframlag. Í fyrra söfnuðust 20 milljónir og er stefnt að því að safna jafn hárri upphæð núna eða jafnvel gera enn betur.

 

Með því að láta viðskiptavinina sjálfa velja hvert þeirra framlag fer, er fólk hvatt til að kynna sér brýn og þörf verkefni á þessu sviði. Um leið er vakin athygli á hversu geðræn vandamál barna og unglinga eru víðtæk með það fyrir augum að draga úr fordómum.  Staðreyndin er sú að einn af hverjum fjórum landsmönnum glímir við geðræn vandamál einhvern tímann á lífsleiðinni.

 

Geðheilbrigðisvandamál geta haft áhrif á alla þætti í lífi barnsins.  Allir sem koma nálægt uppeldi og uppvexti barnsins hafa hlutverki að gegna í að efla, viðhalda og bæta geðheilbrigði þess. Foreldrar, kennarar, starfsfólk heilbrigðis- og félagsmálastofnana eiga allir þátt í uppeldi barnsins. Það eru því fáar fjölskyldur í landinu sem þessi vandi lætur ósnortnar.

 

 

 

Senda á Facebook
Upptaka af málþingi
Kynningarefni Sjónarhóls
Þjónustukönnun 2012

 

Hvað er á dagskrá
Fyrri mánuður
ágúst 2019
Næsti mánuður
S
M
Þ
M
F
F
L
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
Um starfsemina
Sjónarhóll
Háaleitisbraut 11-13
108 Reykjavík
Sími 535 1900
Bakhjarlar Sjónarhóls