Gisting á Höfuðborgarsvæðinu
Barnaheill
Staðsetning: Skúlagata 10 í Reykjavík.
Markhópur: Fjölskyldur barna með sérþarfir sem eru í greiningu eða meðferð í Reykjavík.
Pantanir: Íbúðirnar eru reknar af Landspítala - háskólasjúkrahúsi og úthlutað af Barnaspítala Hringsins, hjá Sif Jónsdóttur í síma 543-3724 eða 543-3700.
Barnaspítali Hringsins
Staðsetning: Lindargata 33,Mánatúni 3, Skúlagötu 10, Ljósheimar 22 og Eskihlíð 6A og 6b í Reykjavík.
Markhópur: Fjölskyldur langveikra barna sem eru til meðferðar á Barnaspítala Hringsins.
Pantanir: Íbúðirnar eru reknar af Landspítala - háskólasjúkrahúsi og úthlutað af Barnaspítala Hringsins, hjá Sif Jónsdóttur í síma 543-3724 eða 543-3700.
Félag krabbameinssjúkra barna
Staðsetning: Lindargata 33 og Mánatúni 3 í Reykjavík.
Markhópur: Fjölskyldur barna m/krabbamein hafa forgang en annars fyrir fjölskyldur langveikra barna sem eru til meðferðar á Barnaspítala Hringsins.
Pantanir: Íbúðirnar eru reknar af Landspítala - háskólasjúkrahúsi og úthlutað af Barnaspítala Hringsins, hjá Sif Jónsdóttur í síma 543-3724 eða 543-3700.
Landssamtökin Þroskahjálp
Staðsetning: Gistiheimili að Melgerði 7, Kópavogi.
Lýsing: Einbýlishús á einni hæð með 4 herbergjum, 2 baðherbergjum, eldhúsi og stofu. Allt að 4 fjölskyldur geta dvalið samtímis í Melgerði. Rúmfatnaður, handklæði, viskustykki og slíkt fylgir. Afgirtur garður í kringum húsið.
Markhópur: Fjölskyldur fatlaðra barna.
Verð: Án endurgjalds.
Skráning: Helga Hjörleifsdóttirí síma: 554-5166 eða 868-7024.
Sjálfsbjörg
Staðsetning: Hátún 12, Reykjavík
Lýsing: 2 gestaherbergi og 1 gestaíbúð.
Verð:
Minna gestaherbergi kostar 2.960.- fyrir fyrstu nótt og 1 gest en 3.420.- fyrir fyrstu nótt ef gestir eru 2 eða fleiri. Hver nótt eftir það kostar 866.- fyrir 1 gest en 1.026.- fyrir 2 eða fleiri.
Stærra gestaherbergi kostar 3.650.- fyrir fyrstu nótt og 1 gest en 4.335.- fyrir fyrstu nótt ef gestir eru 2 eða fleiri. Hver nótt eftir það kostar 1.095.- fyrir 1 gest en 1.300.- fyrir 2 eða fleiri.
Gestaíbúð kostar 4.875.- fyrir fyrstu nótt og 1 gest en 5.850.- fyrir fyrstu nótt ef gestir eru 2 eða fleiri. Hver nótt eftir það kostar 1.460.- fyrir 1 gest en 1.750.- fyrir 2 eða fleiri.
Pantanir: Edda S. Hólmsteinsdóttir 5 500 300 eða fjarmal@sjalfsbjorg.is.
Sjúkrahótel Rauða krossins
Staðsetning: Rauðarárstígur 18 í Reykjavík.
Verð: Nóttin m/fullu fæði kostar 700.-.
Pantanir:Sími 562-3330 eða sjukrahotel@redcross.is.
Dvalarkostnaður
Tryggingastofnun tekur þátt í óhjákvæmilegum dvalarkostnaði annars foreldris (forráðamanns) á hóteli, gistihúsi eða í orlofsbústað/íbúð félagasamtaka vegna sjúkrahúsinnlagnar barns, enda sé a.m.k. 20 km. vegalengd milli heimilis og sjúkrahúss. Heimilt er að slík greiðsla nái til beggja foreldra (aðstandenda) barns að 18 ára aldri ef um er að ræða erfiða sjúkdómsmeðferð vegna lífshættulegs sjúkdóms. Framvísa skal kvittun fyrir dvalarkostnaði og staðfestingu frá sjúkrahúsi vegna sjúkrahúslegu barnsins. Jafnframt þarf að framvísa læknisvottorði ef um er að ræða erfiða sjúkdómsmeðferð vegna lífshættulegs sjúkdóms óski báðir foreldrar eftir endurgreiðslu.